Hjóla-sólardagur

Verkefni kennaraþingsins hafa tengst deginum og er útlit fyrir að þessi dagur verði sá skemmtilegasti hingað til (þvottastöð, verkstæði, bensínstöð, umferðarskilti, banki og lúgusjoppur (takið eftir í fleirtölu).
En við ætlum að bæta í gleðina og tengja daginn við sumarstólstöðurnar þannig að eftir hádegi þegar allir eru orðnir þreyttir að hjóla þá skiptum við um gír og fögnum langa langa deginum og birtunni. Okkur var bent á að það væri dálítil ósamhverfa í þessu hjá okkur að vera bara með Dag myrkurs á vetrarsólstöðum en ekki Dagur birtunnar. Því erum við sammála og höldum þennan dag nú í fyrsta sinn.....og gaman verður að upplifa hvernig stemmingin verður (engir foreldrar að þessu sinni ).
Munið eftir hjálminum og mjög gott að merkja hjólið ....og svo er bara að biðja veðurguðina um sól