Enn á ný helgarfrí

Hér á bæ er búið að vera snurfusa á útisvæðinu og í litla garði er verið að útbúa ræktunarsvæði með prímusmotorinn Gróu í forystu. Sumarblómin fara svo að bráðlega að komast út enda orðin það braggleg að þau ættu að þola smá golu a la Austurkór.
Í næstu viku hefst svo undirbúningur fyrir einn skemmtilegasta dag skólaársins - HJÓLADAGINN !!
Börnin munu taka virkan þátt í undirbúningi dagsins enda vitum við vel í Austurkór að samvinna og samtal leiðir til miklu skemmtilegra skólastarfs en ef kennararnir ákveða allt....Og nú er leitað eftir samstarfi við börn og foreldra vegna nýrrar menntastefnu bæjarins - þannig að kíkið á tilkynninguna sem þið fenguð kæru foreldrar og leggið ykkar hugmyndir og skoðanir í pottinn....https://www.betraisland.is/community/3279