Frábær skipulagsdagur - frábær hópur

Dagurinn hófst á deildarfundum og svo tók kynning á niðurstöðum foreldrakönnunar við. Því næst kom Hildur Björk Svavarsdóttir til okkar með fræðsluerindi um mat og viðmið í skólastarfi.
Nefndarstörf komu þar á eftir en allir hafa sitt hlutverk og ábyrgð í hinum ýmsu nefndum sem snúa að skólastarfinu. Að hádegishléi loknu var hafist handa við endurmat á skólanámskrá og svo var haldið í Magnúsarlund þar sem deildarnar skiptust á að hafa örstund/fræðslu um Lubba, Færni til framtíðar, Hugarfrelsis-hugleiðslu og kennaraklípusögur úr Vináttuverkefni Barnaheilla.
Fréttamynd - Frábær skipulagsdagur - frábær hópur Fréttamynd - Frábær skipulagsdagur - frábær hópur Fréttamynd - Frábær skipulagsdagur - frábær hópur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn