Sími 441 5100

Fréttir

Upplýsingar frá Samgöngustofu og Landsbjörgu

23.5.2017

Samgöngustofa og Landsbjörg eru þessa dagana að leggja fyrir könnun á öryggi barna í bílum. Könnunin er framkvæmd við leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land.

 

Samhliða langar okkur að benda ykkur á einblöðunginn Öryggi barna í bíl, upplýsingar og tilmæli, sem gott er að senda heim með börnunum (útprentað eða sem vefslóð með tölvupósti). Þar má finna aðgengilegar og ítarlegar upplýsingar um þau atriði sem hafa þarf í huga þegar tryggja skal sem best öryggi barna í bílum. Fjallað er m.a. um ólíkar gerðir barnabílstóla og annan þann öryggisbúnað sem hentar börnum á mismunandi aldurskeiðum.

 

Athugið að hér má einnig finna bæklinginn á ensku, spænsku, tælensku, pólsku og filipísku ef að það nýtist ykkur.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica