Sími 441 5100

Haust

Söngbók Austurkórs

Samverustund

Halló krakkar, halló krakkar,

Velkomin í dag.

Gaman er að sjá ykkur

og gaman er að fá ykkur.

Halló krakkar, halló krakkar,

Velkomin í dag.

 

Jæja krakkar, jæja krakkar,

Takk fyrir í dag.

Gaman var að sjá ykkur

og gaman var að fá ykkur.

Jæja krakkar, jæja krakkar

takk fyrir í dag.

 (Lag Gamli Nói)

 

Við erum vinir

Við erum vinir, við erum vinir,
Ég og þú, ég og þú.
Leikum okkur saman, leikum okkur saman.
Ég og þú, ég og þú.
       (Lag: Meistari Jakob)

Við klöppum öll í einu

Við klöppum öll í einu,
við klöppum öll í einu,
við klöppum öll í einu,
það líkar okkur best!

(stöppum, hoppum, grátum, hlæjum,  
sofum, hvíslum, smellum o.s.frv)


Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
 
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir 
í leikskólanum hér


Datt í kolakassann
(nöfn barnanna sett í eyðurnar)

______ datt í kolakassann
hæfadderí, fadderall-all-a.
______ átti að passa ‘ann/'ana

hæfadderí, fadderall-all-a.

Viðlag 1:

Ef hún/hann ______ vissi það
þá yrði ‘ann/'ún alveg steinhissa.
Hæfadderí, hæfaddera,
hæfadderí, fadderall-all-a.

Viðlag 2:
Hvað ert þú að gera hér?
Snáfaðu heldur heim með mér!
Hæfadderí, hæfaddera,
hæfadderí, fadderall-all-a.

 

 

Kalli litli kónguló

Kalli litli kónguló
klifraði upp í tré.
Þá kom regnið og Kalli litli datt
upp kom sólin og þerraði hans kropp
og Kalli litli kónguló klifraði upp í topp.

Lille Peter Edderkop

http://thumbs.dreamstime.com/x/spider-cartoon-illustration-11670832.jpg

Lille Peter Edderkop
kravled op ad muren.
Så kom regnen
og skylled Peter væk.
Så kom solen
og tørred Peters krop.
Lille Peter Edderkop
kravled atter op.

 

Það var einu sinni api

Það var einu sinni api
í voða góðu skapi,
hann vildi ekki matinn en fékk sér banana.
Bananana, bananana Bananana bananana bananana .
(Lag: The Adams family).

 

Fimm litlir apar

Fimm litlit apar sátu upp í tré
þeir voru að stríða krókódíl
"þú nærð ekki mér"
Þá kom hann herra krókódíll svo hægt og rólega
og aaammmm
Fjórir litlir apar.......
Þrír litlit apar......
Tveir litlir apar.....
Einn lítill api....

 

Vikan-mánuðirnir

Sunnudagur, mánudagur,
þriðjudagur, miðvikudagur
og fimmtudagur, föstudagur 
og laugardagur; þá er vikan búin. 
 
Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.

Siggi var úti

Siggi var úti með ærnar í haga
allar hann hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga
vissi hann að lágfóta dældirnar smó.
Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti.
Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti.
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti,
aumingja Siggi hann þorir ekki heim.


Við erum söngvasveinar

Við erum söngvasveinar
á leiðinni út í lönd.
Við erum söngvasveinar
á leiðinni út í lönd.
Við leikum á flautu,  
skógarhorn og skógarhorn.
Við leikum á flautu,
fiðlu og skógarhorn.
Og við skulum dansa hoppsasa….

http://www.clipartbest.com/cliparts/Kij/qbB/KijqbBxiq.gif                    

 

 

 Upp á grænum…

Upp á grænum, grænum,
himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu,
bomm, bomm, bomm 
borommbommbomm
Hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
sem miðaði í hvelli.
En hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.

 

Óli og Berta

Óli fór til Bertu, bakaríistertu

bað hana að kyssa sig.

Þá sagði Berta, bakaríisterta

bara ef þú elskar mig.

Þá sagði Óli, sem alltaf var á hjóli:

„Berta ég elska þig!“

Þá sagði Berta, bakaríisterta:

„Þá máttu kyssa mig!“

 

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér, 
krummi, nafni minn.“


Sa ramm samm samm

Sa ramm samm samm.
Sa ramm samm samm
gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm.
Sa ramm samm samm.
Sa ramm samm samm
gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm.

Hér er ég, hér er ég
gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
Ramm samm samm.

 

Ding dong

Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong spojojojojon.

King kong sagði stór svartur api einn dag,
king kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag
og svo líka king kong ohohohohohoh….

Mm-e sagði lítil bleik eðla einn dag,
mm-e sagði lítil bleik eðla.
Mm-e sagði lítil bleik eðla einn dag
og svo líka mm-e …….

Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag,
blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur.
Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag
og svo líka blúbb blúbb, blúbb, blúbb, blúbb…

 

 

Öxar við ána

Öxar við ána árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja,
fram, fram bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum, vorri þjóð.

Íslenskulagið
lag: Atli Heimir Sveinsson
texti: Þórarinn Eldjárn

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var
og hún á orð sem geyma gleði og sorg
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg

Á vörum okkar verður tungan þjál
þar vex og grær og dafnar okkar mál
Að gæta hennar gildir hér og nú
það gerir enginn nema ég og þú.
 

Ég langömmu á

Ég langömmu á sem að létt er í lund.
Hún leikur á gítar hverja einustu stund.
Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag.

Dag einn er kviknað í húsinu var
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
og eldurinn logaði um glugga og göng,
sat sú gamla upp á þaki og spilaði og söng.

Með Súðinni var hún er sigldi' hún í strand,
með síðasta skipsbátnum komst hún í land.
Í svellandi brimi var sjóleiðin löng
en í skutnum sat amma og spilaði' og söng.

Ég á gamla frænku

Ég á gamla frænku sem heitir Ingeborg,
við eftir henni hermum
er hún gengur niður á torg

:,: Og svo sveiflast fjöðrin,
og fjöðrin sveiflast svo:,:

2. hatturinn
3. sjalið
4. taskan
5. pilsið
6. frænkan

 

https://encrypted-tbn0.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcTbqgmfGi3spAq8sdG1aXdmm2Fd5sDgQa2soXHAm0O7jomMOCFk

Ég á lítinn skrýtinn skugga

Ég á lítinn skrýtinn skugga,
skömmin er svo líkur mér,
hleypur með mér úti' og inni,
alla króka sem ég fer.
Allan daginn lappaléttur
leikur hann sér kringum mig.
Eins og ég hann er á kvöldin,
uppgefinn og hvílir sig.

Það er skrýtið, ha ha ha ha,
hvað hann getur stækkað skjótt,
ekkert svipað öðrum börnum,
enginn krakki vex svo fljótt.
Stundum eins og hugur hraður
hann í tröll sér getur breytt.
Stundum dregst hann saman, saman
svo hann verður ekki neitt.
 

Stína og brúðan

Á kaupmanninn rétt við búðarborðið
svo brosfögur horfði Stína:
“Ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína.”

“Og hvaða lit viltu, ljúfan,” sagði´ann 
“í kjól á brúðuna þína?” 
“Hvað, auðvitað rauðan, já ósköp rauðan” 
með ákafa svaraði Stína.

Hann brosandi fór og klippti klæðið.
“Hvað kostar það?” spurði Stína. 
“Einn koss” hann svaraði, “kostar klæðið 
í kjól á brúðuna þína.”

Í búðinni glumdi við gleðihlátur,
er glaðlega svaraði Stína: 
“Hún mamma kemur í bæinn bráðum
og borgar skuldina mína.”

 

Óskasteinar

Fann ég á fjalli fallega steina,
faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur
geti þær fundið telpa eða drengur.
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.


http://www.decalsplanet.com/img_b/vinyl-decal-sticker-9841.jpgI

ndjánalagið

Það voru einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar.
Sjö og átta og níu indíánar,
tíu indíánar í skóginum.

Allir voru með byssu og boga,
allir voru með byssu og boga.
Allir voru svo kátir og glaðir!
Þeir ætluðu að fella björninn.

Uss! Þarna heyrðist eitthvað braka.

Uss!  Þarna heyrðist fugl að kvaka.
Fram kom stóri og grimmi björninn!
Þá hlupu þeir allir heim til sín.

Þá hlupu:

Einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar.
Sjö og átta og níu indíánar - 
en einn indíáni varð eftir.

Hann var ekki hræddur við björninn.

BAMM!! - hann skaut og hitti björninn.
Tók svo af honum allan haminn
og hélt heim til hinna níu.

Þá komu:
Einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar.
Sjö og átta og níu indíánar -
allir að skoða björninn.

 

 

 Lína langsokkur

Hér skal nú glens og gaman
Við getum spjallað saman.
Gáum hvað þú getur
Vinur, gettu hver ég er.
Verðlaun þér ég veiti
Ef veistu hvað ég heiti.
Vaðir þú í villu,
Þetta vil ég segja þér:

Viðlagið:
Hér sérðu Línu langsokk
Tralla hopp, tralla hei,
Tralla hopp sa-sa.
Hér sérðu Línu langsokk
Já -  líttu, það er ég.

Svo þú sérð minn apa,
Minn sæta, fína, litla apa.
Herrann Níels heitir,
Já hann heitir reyndar það.
Hérna höll mín gnæfir,
Við himin töfraborg mín gnæfir.
Fannstu annan fegri eða
frægðarmeiri stað?

Viðlagið:  Hér sérðu Línu langsokk…

Þú höll ei hefur slíka, 
Ég á hest og rottu líka.
Og kúffullan af krónum
Einnig kistil á ég mér.
Veri allir vinir,
Velkomnir, einnig hinir.
Nú lifað skal og leikið,
Það skal líf í tuskum hér.

Viðlagið:  Hér sérðu Línu langsokk……

 

 

 Fyrr var oft í koti kátt

Fyrr var oft í koti kátt
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti' um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur
þegar safnast saman var
sumarkvöldin fögur.

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.

Bænum mínum heima hjá,
Hlíðar brekkum undir,
er svo margt að minnast á
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir
.

Bíum, bíum, bambaló

Viðlag:
Bíum, bíum, bambaló,
bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró,
en úti bíður andlit á glugga.

Þegar fjöllin fimbulhá

fylla brjóst þitt heitri þrá,
leika skal ég langspil á;
það mun þinn hugann hugga.

Viðlag…